Uppáhalds hlutirnir mínir

14 Feb 2018

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að ég sé með smá vott af söfnunaráráttu í mér. Ég er mikið fyrir að kaupa mér allskonar hluti sem ég hef enga þörf fyrir og nota ekki neitt, geymi jafnvel bara ofan í skúffu og gleymi kannski að ég yfir höfuð eigi en vill samt alls ekki losa mig við. 

 

En síðan er líka hellingur af hlutum sem ég hef keypt mér í gegnum tíðina eða fengið að gjöf sem mér þykir svo ótrúlega vænt um og mun aldrei losa mig við. 

Ilmvötnin mín

Þetta eru allt saman ilmvötn og ilmolíur sem ég hef keypt mér alveg frá því að ég fór að hafa áhuga á ilmvötnum.  Þetta er gott dæmi um smá söfnunarhneigð í mér, þar sem að meirihlutinn af flöskunum á borðinu eru tómar. En mér bara langar af einhverri ástæðu alls ekki til að henda þeim, frekar stilli ég þeim bara fallega upp og þefa af þeim from time to time

 

Hvítur indjánahattur 

Þennan hatt keypti ég mér á Tyrklandi af bandarískum manni sem ferðaðist um allan heim á sínum tíma og safnaði allskyns þjóðlegum gripum, búðin hans var svo ótrúlega falleg og svo mikið af flottum hlutum til. En það var þessi hvíti indjánahattur sem ég varð dolfallinn yfir. Ég bara varð að eignast hann og þótt ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við hann. 

En þetta eru kaup sem ég sé alls ekki eftir og gaman að eiga eitthvað svona sem ekki kannski ekki margir eiga. 

 

Kristallar og steinar

Alveg frá því að ég var barn þá hef ég verið að safna allskonar fallegum steinum og kristöllum.

Suma af þessum steinum hef ég átt síðan ég var lítill og suma hef ég keypt mér sjálfur eða fengið að gjöf.  Sumir af steinunum eru kertastjakar og sumir bara venjulegir litlir steinar. 

Þetta eru bara brota-brot af steinasafninu mínu 

 

 

Marmara-kúlu kertastjaki

Þessi kertastjaki var keyptur á Indlandi og fékk ég hann að gjöf. Hann er handgerður og til eru margskonar útgáfur af svona kerstjökum og í mörgum stærðum. 

 

Fiðrildi

Enn og aftur þá eru uppstoppuð fiðrildi eitthvað sem ég hef elskað síðan ég var barn. Nú er ég byrjaður að safna þeim og draumurinn væri að fylla heilan vegg með bara fiðrildum. 

 

The Wild Unknown Tarot 

Áður en ég eignaðist þessi spil hafði ég þráð að eignast þau í mjög langan tíma. Eini gallinn við það var að ég gat ekki bara farið og keypt mér þau, samkvæmt reglum Tarot spila má maður ekki kaupa þau sjálfur - maður verður að fá þau að gjöf, þeir sem þekkja og kunna á Tarot vita hvað ég er að tala um. 

En fyrir utan það hvað ég tengi mikið við þau þá finnst mér umbúðirnar ótrúlega flottar og líta vel út upp á hillu og spilin sjálf tryllingslega falleg. 

 

Það var ekki fleira að þessu sinni guys. 

 

Þar til næst 

xxx

Ig @alexandersig

Makeup ig @facesbyalexsig