Flower print

17 Feb 2018

Ég mun seint fá leið á fallegum blómamynstruðum flíkum - það er bara eitthvað svo rómantískt við þær.. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected
--

Ég kíkti í heimsókn í Selected í Smáralindinni í seinustu viku og komu nokkrar ansi fallegar flíkur með mér heim. Ég eiginlega get ekki beðið eftir því að sýna ykkur þær!
Mig langar að byrja á því að sýna ykkur flíkurnar sem ég varð strax mjög skotin í en þær eru blómamynstraðar. Ég fékk mér bæði skyrtu og kimono í þessu sama printi sem kallast Night Sky en þær eru frá undirmerkinu Y.A.S.

Sjá myndir hér að neðanHér eru guðdómlegi kimonoinn .. Eins og mínir nánustu vita þá er ég rosalega hrifin af kimonoum og hvað þá blómamynstruðum. Elska svona statement flík sem fer ekki framhjá neinum. Þessi flík býður uppá allskyns útfærslur og hægt að nota hana margskonar alveg burtséð frá veðri - því við látum veðrið sko alls ekki stoppa okkur. Love it!Svo er það skyrtan í sama printi. Ég heillaðist af detailunum sem eru bæði á ermunum og kraganum. Það er hægt að nota hana á marga vegu, hvort sem það er við buxur, pils eða undir kjóla með hlýrum eða eins og í mínu tilfelli við smekkbuxur. 


Æðislegar flíkur sem ég er þvílíkt ánægð með. 
Ég mæli tvímælalaust með því að allir geri sér ferð í Selected sem er bæði í Smáralind og Kringlunni, ótrúlega fallegar gæðavörur!

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann