Blómkálspizza

18 Feb 2018

Pizzadeig sem er einfalt, hollt og aðeins gert úr þremur hráefnum?!
Ég hafði efasemdir um þessa uppskrift en ég hafði heldur betur rangt fyrir mér þar sem að hún sló svo sannarlega í gegn hjá bæði mér og fjölskyldunni.

Hún elsku Marta okkar hér á Femme sendi mér nokkrar uppskriftir af hollum pizzadeigum og ákvað ég að prufa eina uppskriftina á föstudaginn.
Ég má til með að deila henni með ykkur þar sem að útkoman smakkaðist lygilega vel.


Innihald:

1x stór blómkálshaus
3x Egg
1/2 dl af ground golden flaxseeds (hör) - ég fékk mitt í Cost Co
 

Ég byrjaði á því að hakka niður blómkálið í Nutribullet.
Eftir að það var vel hakkað þá gufusauð ég það þangað til að það varð alveg mjúkt, en það er mikilvægt að passa að það verði ekki að mauk.
Síðan lét ég það kólna aðeins og kreysti síðan allan vökva úr því.
Svo er eggjunum og flax-inu bætt við og saltað & piprað að vild.
Þá er deigið tilbúið, ég lét það á smjörpappír sem ég var búin að spreyja með kókosolíu pam spreyi.
Deigið fer svo inní ofn við 180°C í 15-20 mínútur eða þangað til að það er orðið gullið brúnt. Svona leit pizzadeigið mitt út eftir að hafa verið inní ofni í u.þ.b 15 mínútur við 180°CFyrir álegg notaði ég tómata, ananas, papriku og lauk - Pizzan fer aftur inn í ofn og er bökuð við sama hita í 5-10 mínútur í viðbótToppað með avocado, kóríander, steinselju, klettasalati, heimatilbúnni hvítlauksolíu & truffluolíu - Sjúkt combo 

Mæli með!


--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann