Heima hjá Alexander Wang

18 Feb 2018

Svona býr frægur fatahönnuður. Architectural Digest fékk að koma í heimsókn til tískurisans AW og myndirnar eru gorgh! Ég ætla að fara yfir hverja mynd fyrir sig. Svart & hvítt í bland við viðinn sem gerir þetta hlýlegra og jarðtengir rýmið. Þessi ljósmynd er líka eitthvað annað, ég er mjög hrifin!Gangurinn hans er eins og listasafn, mikið um skúlptur og sérstök form. Sniðugt hvernig hann platar augað með hvítu röndinni í teppinu sem lætur ganginn líta út fyrir að vera lengri en hann er. Hann stækkar hann einnig töluvert með þessum stóra gólfspegli. Ég elska góða gólfspegla ef plássið leyfir. Er mjög hrifin af þessari hugmynd af lágu console-i, eða jafnvel bara nota bekk og stafla einhverju á hann til að fá hækkunina. Væri til í að sjá meira af þessum vegg til hægri. Spegla veggflísar og massífur marmara arinn.. mjöög áhugavert. Dökk herringbone gólf - love it! Finnst þessi spegill líka alveg geggjaður. Masculine hönnun en gerð á svo elegant hátt. Mjög skotin í þessari stofu. Fataskápar fullir aaaf..  basic svörtum bolum, svörtum skyrtum og svörtum skinny jeans? 
Ég hef bara aldrei séð manninn í einhverju öðru en þessu. Voðalega fifty shades of grey fýlingur. Hvað segir meira ástríða en svart leður, feldur og rauðar rósir?
Það eru pottþétt nokkrir krókar í þessu svefnherbergi ef þið vitið hvað ég á við. 


Þangað til næst x