VALENTINES DATE

18 Feb 2018

Við Bjarni áttum notalega stund á uppáhalds veitingastaðnum okkar, Burro sem bauð okkur í mat á Valentínusardaginn. Við förum þangað reglulega en við elskum mið- & suðramerískan mat og andrúmsloftið á staðnum.

Við erum ekki vön að halda neitt sérstaklega upp á þennan tiltekna dag en ákvaðum að gera undantekningu enda alltaf gaman að fagna ástinni og gera vel við sig. 

Ég smellti nokkrum myndum af kvöldinu. 
 Byrjuðum uppáhalds Tequenos. Stökkar ostastangir með deadly burro sósu.

Humartaco með salsa fresco og parmesan - Yfirgengilega gott!
Í aðalrétt fengum við okkur öndina. Steikt andarbringa, rifið andarlæri, sólberjagljái, chorizo-pecanhnetufylling. 
Vel úti látið og gríðar gott! 
Hér má sjá uppáhalds eftirréttinn minn, Churros & Espresso Martini. Bjarni fékk sér súkkulaðimús sem var alls ekki síðri. 
 Södd og sæl mætt í drykki á Pablo Discobar á efri hæðinni. 

________________

Takk kærlega fyrir okkur Burro & Pablo.