Blanche Tökur - Behind The Scenes

19 Feb 2018

Heil og sæl kæru lesendur.

Að þessu sinni langar mig að segja ykkur smá frá myndatöku sem ég var að vinna í í gær og sýna ykkur behind the scenes myndir. Þessi myndataka var fyrir Húrra Reykjavík (kvennabúðina) og fatamerkið Blanch var tekið fyrir að þessu sinni, en það er tiltölulega nýtt merki sem kemur frá Danmörku og er nú komið til Íslands og fæst hjá stelpunum í Húrra Reykjavík (Hverfisgötu 78). Ég hef mikið verið að farða í myndatökum fyrir Húrra Reykjavík síðan ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur.

Fötin frá þessu merki eru mjög flott að mínu mati. Þetta eru að mestu leyti klassískar nútímaflíkur en flestar með örlitlu twist-i sem fær flíkurnar til að bera af. Orðið Blanch er franskt og þýðir það hvítt. Kasmír, silki, merino-ull og leður, eru efni sem merkið er mikið að nota í hönnun sinni. Svo það má vel kalla þetta gæðavörur. 

Vaka Njáls að gera það sem hún gerir best. 

 

Ljósmyndarinn Vaka Njálsdóttir sá um að taka myndirnar og Irena Sveinsdóttir sá um stíliseringar, en Irena er verslunarstjóri í kvennafatabúð Húrra Reykjavík. Fyrirsæta myndatökunnar var Sigríður Ösp. 

Sigríður og Irena 

 

Förðunin fyrir myndatökuna átti að vera eins náttúruleg og hægt var að hafa hana eða svokallað ,,no makeup - makeup”. Þannig á ekki að sjást að fyrirsætan sé máluð og oftar en ekki er hægara sagt en gert að framkvæma slíka förðun. En þar sem Sigríður Ösp er með svo góða húð þá var það ekki svo mikið mál. 

Þetta var mjög skemmtilegur dagur með stelpunum og hlakka mjög mikið til að sjá loka útkomuna hjá Vöku Njáls, en það var úr mjög mörgum flottum myndum að velja. 

Hlakka til að deila með ykkur myndunum úr tökunum en ég mun birta þær á instagram reikingnum mínum @facesbyalexsig. 

 

Þar til næst

 

xxx

 

 

ig @alexandersig 

makeup ig @facesbyalexsig