Skór frá EYTYS

19 Feb 2018

Fyrir nokkru síðan uppgötvaði ég sænskt merki sem ég hafði ekki heyrt um áður en það var Eytys. 

Ég varð strax mjög skotin í skónnum þeirra en þeir eru frekar öðruvísi og chunky sem ég elska. Ég varð sérlega hrifin af Angel týpunni þeirra en hún er svipuð Triple-S frá Balenciaga og Disruptor II frá Fila. Sneakers með flottum details og grófum botni - combo sem ég dýrka.
Því miður voru þeir uppseldir svo að ég gat lítið gert nema að bíða eftir nýju droppi.
Ég varð voðalega lukkuleg því í seinustu viku droppaði merkið nýjum litum af þessari týpu og ég náði pari, en þeir seldust upp samdægurs.Ég varð 100 sinnum skotnari í þessu flotta sænska merki eftir að fá sendinguna í hendurnar. Það er alveg ljóst að þetta merki gerir mikið uppúr customer experience sem ég dýrka. Skórnir komu í fjólubláum velour poka og fallegum doppóttum kassa, með honum fylgdi kort sem var merkt mér. Geggjaðir detailar


Ég er ótrúlega ánægð með þessa skó, það er smá buffalo vibe yfir þeim sem ég fíla vel. 
Ég hugsa að ég muni nota þessa skó heilan helling, bæði við víðar buxur og kjóla þegar fer að hlýna.

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann