Gucci Haust '18

21 Feb 2018

Tískusýningin hjá Gucci á Milan Fashion Week var fyrr í dag. Ég var smá orðlaus eftir að hafa horft á hana .. 

Sýningin var með yfirnáttúrulegu ívafi og er ein af þessum sýningnum sem maður mun seint gleyma. Fyrirsæturnar héldu m.a. á drekum, snákum, eðlum og mannshöfði sem búið var að gera eftir fyrirsætunum. Sum þeirra voru einnig með þriðja augað og horn. Runway-ið sjálft minnti á skurðstofu með spítalalýsingu og gólfið pastel blátt. Að mínu mati var þetta smá ógnvekjandi .. ekki?

Þrátt fyrir ógnvekjandi sýningu þá voru lookin í heild sinni falleg og detailarnir algjört augnkonfekt.
 

Ég tók saman mín uppáhalds look


Dýrka þetta demanta bodychain
Vinyl kápan mætti alveg verða mín - mjög skotin í henni

Þessi sýning einkenndist af miklum smáatriðum, embellishments og 70s tískunni.
Ég er mjög hrifin af þessari funky supernatural línu - Hlakka til að sjá meira!

-- 

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann