BRUNCH & BÚÐARRÁP Í WILLIAMSBURG

22 Feb 2018

Ég átti æðislegan dag í Williamsburg fyrir stuttu síðan. Ég skellti mér í hádegismat á æðislegum stað og kíkti í nokkrar vintage búðir. 
 

Williamsburg er mjög hipp og kúl hverfi í Brooklyn NYC sem mig hefur lengi langað til að heimsækja. 
Vinkona mín var búin að segja mér frá æðislegu vintage búðunum þar og síðan eru fullt af geggjuðum veitingastöðum og kaffihúsum sem vert er að heimsækja ef þið farið til New York á næstunni. 

__________________

Ég ætla að deila með ykkur einum veitingastað sem ég var mjög hrifin af og fann á netinu. 
Staðurinn heitir Juliette & það sem heillaði mig hvað mest við staðinn var birtan og ferska andúmsloftið . 
Það vita það allir að instagrammarar & bloggarar elska björt rými og þetta rými býður svo sannarlega upp á fallegt myndefni. 
Maturinn var ekki síður ljúffengur. 
Ég var búin að deila þessari guðdómlegu vintage búð með fylgjendum mínum á instagram og fékk ótal spurningar í kjölfarið. 
Það er greinilegt að það er mikill áhugi fyrir vintage búðum sem mér finnst yndislegt þar sem þetta er eitt af mínum helstu áhugamálum.
Þessi búð er með algjöran klassa. Hver einasta flík í búðinni er vönduð og í góðu ásigkomulagi og þar af leiðandi er verðið í takt við það. 
Ég fann tvær einstakar flíkur sem ég gat alls ekki sleppt því að kaupa sem þið fáið að sjá fyrr eða síðar. 

Ég smellti nokkrum myndum af búðinni sem ber nafnið Malin Landaeus.
 


Ég get ekki beðið eftir að heimsækja þetta skemmtilega hverfi aftur. 

Þangað til næst
xx