Trench kápur

22 Feb 2018

Mig hefur lengi langað í klassíska trench kápu og ég held að það sé kominn tími á þá fjárfestingu.

Trench kápa er tímalaus eign sem hægt er að nota á marga vegu.
Ég væri til í að hafa mína í hnésídd eða jafnvel lengri en ég er lágvaxin og því finnst mér fara mér mun betur að vera í síðum yfirhöfnum heldur en stuttum.

Trench kápur er hægt að nota bæði fínt og hversdags, við gallabuxur, dragtir, pils og kjóla.
Að mínu mati er trench kápan hin fullkomna yfirhöfn!

--

Mig langaði að deila bæði mínum innblæstri þegar kemur að trench kápum og þeim sem ég væri til í að eignastÞað er algjörlega hægt að dressa trench trendið upp og niður, hvort sem það er við strigaskó eða hæla. Eins og kannski sést hér á myndunum að ofan þá er ég extra skotin í beige litnum. 

Þessar þrjár eru í dýrari kantinum en afskaplega fallegar svo að ég varð að deila þeim með ykkur líka .. Þessi er efst á óskalistanum og ætla ég að kaupa mér hana þegar ég fer til Milano um páskana. Hún er oversized og síð, það eru einmitt eiginleikarnir sem ég leita mest eftir þegar kemur að yfirhafnakaupum.
Þessi er frá & Other Stories

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann