Hárgreiðsla helgarinnar

25 Feb 2018

Ég fletti oft tímaritum og á meðan tek ég ómeðvitað inn allskyns greiðslur, farðanir og heildarlook, ég er viss um að ég sé ekki sú eina ..

Ég fór til Akureyrar um helgina og las febrúar útgáfuna af Vogue á leiðinni. Seinna um kvöldið fórum við fjölskyldan í late dinner á KEA sem var mjög næs. Hárið mitt var aftur á móti í algjöru tjóni og þá sérstaklega toppurinn sem ég dýrka nánast alla daga, en hann átti sérlega erfiðan dag.

Ég mundi þá allt í einu eftir mynd af Gigi Hadid fyrir Versace SS18 sem ég sá í Vogue og nýtti ég mér hana til innblásturs.
Ég skipti hárinu mínu í tvo jafna helminga, spennti toppinn til hliðar og spreyjaði fremsta lagið til að mynda sleikt effect. 

Ég fékk ótal hrós fyrir þessari greiðslu, eins fáránlega auðveld og hún er. Það var samt sem áður mjög þægilegt að fá smá tilbreytingu frá toppnum. Ég hef alltaf elskað breytingar og þá sérstaklega þegar kemur að hárinu mínu og fannst mér þessi "uppgötvun" vera því mjög kærkomin. Gigi fyrir Versace SS18Bella Hadid fyrir Versace SS18Look frá Simone Rocha SS18Thora Valdimars okkar..Danski áhrifavaldurinn Pernille TeisbaekBlanca Miró Scrimieri í borginni sem ég mun búa í eftir nokkra mánuði .. get ekki beðið!Hér eru svo myndir af minni greiðslu

Satin skyrta - H&M
Blúndubolur - Selected 
Gallabuxur - Topshop

Ég fílaði þetta look mjög vel en langar að fjárfesta í fallegum spennum með steinum eins og þær frá Simone Rocha.
Ætli ég geri það ekki von bráðar! 

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann