Rautt & Svart

26 Feb 2018

Ég er sífellt að breyta til á Lack hillunni minni en í þetta sinn er litakombóið rautt & svart líkt og litaþema Eddunnar í gærkvöldi. 
Rauður er litur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og eflaust einhverjir hafa tekið eftir. 

Þessi færsla er ekki kostuð. 


Ég er nokkuð skósjúk og elska að hafa fallegt skópar á hillunni. Þessir rauðu eru nýjir í safnið og eru frá merkinu Billi Bi úr Gs skóm. 
Myndin er splunkuný en hana fékk ég í gjöf frá listamanninum sjálfum, Rakel Tómas. Myndin hefur verið á óskalistanum í smá tíma svo ég er mjög hamingjusöm að hún sé lokins orðin mín. Mæli með að kíkja á verkin hennar Rakelar hér
Bækurnar eru héðan og þaðan. Stóru fashion bókina fékk ég í afmælisgjöf en hinar eru keyptar af Amazon.
Vasinn er einnig nýlegur en hann er frá merkinu Bolia sem fæst í Snúrunni. 
 

Takk fyrir að lesa,
Þangað til næst