Íþróttaföt á óskalistanum

28 Feb 2018

Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram vita þá braut ég liðbol í bakinu á Siglufirði um helgina. Mér til mikillar óánægju þá má ég ekki stunda venjulega líkamrækt í þónokkuð langan tíma. Ég á mjög erfitt með að sitja kyrr í langan tíma og stunda líkamrækt að einuhverju tagi sex sinnum í viku, því voru þessar fréttir mér ansi erfiðar. Það er samt alltaf hægt að dreyma um ný íþróttaföt, ekki satt..?

Ég er búin að vera frá líkamsrækt í aðeins nokkra daga en ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa af krafti aftur. Ég ætla mér að leggja mikla áherslu á liðleika og ætla að stunda allskyns jóga, ég er orðin mjög spennt fyrir jógastöðinni Sólir út á Granda
Mæliði með?
Ég hef ákveðið að líta á þennan tíma frá ræktinni sem fullkominn tíma fyrir nauðsynlega andlega líkamsrækt. Það er líka mikilvægt að slaka á, rækta andlegu hliðina og ná góðu jafnvægi.

Eeen að tilgangi þessarar færslu, ný íþróttaföt. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kaupa mér ný íþróttaföt, það er svo ótrúlega hvetjandi og ég verð alltaf voðalega spennt að komast á æfingu og nota þau. Íþróttafötin sem eru á óskalistanum í augnablikinu eru öll frá Nike en ég hef eitthvernveginn alltaf keypt mér frekar föt frá Nike heldur en önnur merki - Kannski er kominn tími á að skoða ný merki .. eða hvað?

---


Nike Pro Hypercool
Ég á buxur í sama sniði og ég mæli hiklaust með! 
Nike Power Pocket Lux
Ég er voðalega skotin í þessu gegnsæja efni í augnablikinu og ekki skemmir vasinn fyrir - hversu mikil snilld?!


Nike Power Sculpt
Mig hefur alltaf langað í gráar buxur en eitthvernveginn aldrei þorað því, þessar virka svo ótrúlega þægilegar og eru vel uppháar sem er algjört must að mínu mati - Þær eru klárlega á óskalistanum!


Nike Half Zip Polar Fleece 
Þessi fallega peysa, vá hvað ég er skotin í henni! Ég fann hana reyndar ekki á Nike síðunni en hún fæst á Asos. Ótrúlega stílhrein, svört úr flís - get rétt ímyndað mér hversu þægileg hún er, þarf að eignast!


Nike Dri Fit
Langermabolur með mega flottu bakdetaili. Need!


Nike Pro Cropped
Get ímyndað mér að þessi væri fullkominn fyrir jóga og hvað þá hot jóga!
 Nike Air Zoom Fearless Flyknit 
Ég á þessa í hvítu og ég gjörsamlega dýrka þá og dái.
Ég er mjög erfið með íþróttaskó þar sem að ég er með bæði viðkvæm hné, ökkla og bak - já.., ég er algjört case! En þessir eru algjör snilld, ótrúlega þægilegir og flottir.
 Nike Air Zoom Pegasus

Langar mjög mikið að prófa þessa hlaupaskó. Ég er búin að vera með mikið hlaupaæði síðan ég bjó í London og ennþá meira eftir að ég fékk mér Nike Lunarglide 8 fyrir stuttu. Sú týpa er fullkomin fyrir fólk sem þarf innanfótastyrkingu, sem ég of course þarf. Ég ætla að skoða þessa betur um leið og ég má hreyfa mig almennilega!


---
 

Takk fyrir að lesa x,

Anna 
Instagram: annasbergmann