NÝTT Á STRÁKANA

28 Feb 2018

Ég veit ekki um neitt skemmtilegra en að kaupa eitthvað fallegt fyrir strákana mína, það er svo skemmtilegt að klæða þá. Mér finnst það eiginlega miklu skemmtilegra en að versla á mig sjálfa. Mig langaði að deila með ykkur nýjustu kaupunum sem gerði fyrir þá á dögunum. 

Ég var í vinnuferð í Toronto á dögunum en þar fann ég Kids Footlocker sem er ótrúlega skemmtileg búð. Mér finnst vera svo ótrúlega margar búðir sem bjóða upp á fallegri og skemmtilegri stelpuföt en strákaföt en Kids Footlocker er alltaf með svo mikið úrval af fatnaði sem mér finnst fullkominn á þá. Þeir eru miklir íþróttastrákar og elska að vera í íþróttafötum en að mínu mati er það ekkert verra því það er ótrúlega mikið af fallegum íþróttafötum sem hægt er að blanda við aðrar fallegar flíkur í þeirra fataskáp. 

Skór - Kids Footlocker - Jordan
Buxur - H&M
Bolir - Kids Footlocker - Nike Air
Derhúfur - Ralph Lauren Polo