Hvar fæ ég falleg náttborð?

01 Mar 2018

Þessi spurning ásamt nokkrum öðrum fæ ég nánast í hvert einasta skipti sem ég veiti innanhússráðgjöf.. "Hvar fæ ég falleg náttborð?". 

Að mínu mati eru flest náttborð sem eru seld í þessum helstu búðum of lág. Þess vegna hef ég verið að notast við upp á hengd borð eða falleg hliðarborð (sem eru oftast flokkuð undir stofurými). Mér finnst fallegra og einfaldlega þægilegra að hafa náttborðið í rúmdýnu hæð eða örlítið ofar. Með upp á hengd borð ræðir þú hæðinni en með hliðarborðin þá eru þau flest í hæð 55-65cm hæð sem er svipað og rúmin í dag. 

Ég byrjaði á því að vera með eins hliðarborð sitthvorum megin við rúmið okkar. En ég var fljót að færa þau fram í stofu því þau voru svo falleg. Í stað þeirra fékk ég mér besta einingu(minnstu gerðina) úr Ikea og hengdi upp á veginn. Ég sleppti því að setja skúffur eða hurð á eininguna, ég vil frekar hafa hillurnar sjáanlegar og notast við tímarit & bækur til að skreyta. 

Svo ef að þið eruð í náttborðaleit, ekki leita í þeirri deild, færið ykkur í stofudeildina og hafið hæðina í huga.


RÚMGAFL - GÁ HÚSGÖGN
PÚÐAR - H&M HOME
NÁTTBORÐ - IKEA
VEGGLAMPI - MÓDERN
MYNDARAMMI - ZARA HOME 

VASI - FAKÓ
LITUR Á VEGG - SKUGGI (SLIPPFÉLAGIÐ)