Ofureinfalt FAJITAS

01 Mar 2018

Það elska flestir mexican mat, stundum nennir maður ekki öllu stússinu sem fylgir þvi að gera það fyrir tvo. Hér ein ótrúlega einföld og fljótleg leið til að elda fajitas. Ég ákvað setja þetta hérna inn eftir að ég byrjaði að elda á instastory skref fyrir skref sem ég geri stundum þá fékk ég nokkrar spurningar um uppskrift daginn eftir.Hægt er að fara ofur einföldu leiðina og vera með fajitas krydd mix sem er tilbúið sem fæst í búðum en þetta er svo miklu betra svona að gera þetta sjálfur sem ég að sjálfsögðu mæli með.

Í eldfast mót setur þú :

2 kjúklingabringur skornar í strimla
1 paprika í hvaða lit sem er
1 rauðlauk (sem ég átti ekki til þegar ég tók þessar myndir)
2 pressaðir hvítlauksgeirar
¼ bolli saxaðan kóríander
2 msk olía
Safi úr 1 lime
1 tsk cumin
1 tsk paprika
½  tsk chillikrydd
Salt & piprar

Blandið þessu öllu vel saman í eldfasta mótinu og bakið í 200° í 15-20 mínútur
Berið fram með torilla pönnukökum, salati og salsa.Ótrúlega einfalt, fljótlegt og gott.
Getur fylgt mér á instagram hér.