Tískuförðun

01 Mar 2018

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði alltaf að vinna við eitthvað sem tengist tísku. Það vildi svo heppilega til að ég gerðist förðunarfræðingur, sem er auðvitað mitt helsta áhugamál og lukkulega fær tískan að spila stóran leik í vinnunni minni. 

 

Ég er búinn að vera að kenna í Reykjavík Makeup School síðan í haust, þar hef ég verið að kenni tímabilafarðanir og að búa til face chört. Fyrir þá sem ekki vita hvað face chart er þá er færsla á blogginu mínum um face chört: http://femme.is/is/read/2017-12-11/face-charts/

 

Núna er ég búinn að bæta við mig enn einum kennslutíma í skólanum og í gær var ég að kenna minn fyrsta tíma í Editorial Fashion Makeup eða tískuförðun. Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir það tækifæri því tískufarðanir eru með því skemmtilegasta sem ég geri þegar kemur að förðun og þá fæ ég líka að sýna farðanir og hugmyndir sem mig hefur kannski lengi langað til að framkvæma og fæ ekki alltaf tækifæri á að gera í myndatökum. 

 

Þegar það kemur að tískuförðunum þá eru engar reglur, það má nánast gera hvað sem er svo lengi sem allt spilar saman ( þ.e. við fata stíliseringu, hárgreiðslu og förðunina í held sinni). 

 

Mig langaði til að deila með ykkur myndum af tískuförðunum sem ég sýndi í kennslutíma í gær en ég fékk með mér í tímann fyrirsætuna Thelmu Torfa og sýndi farðanirnar á henni. 

 

Draping

Þeir sem hafa verið að fylgjast með mér hér á Femme vita kannski eflaust að ég er stór aðdáandi draping farðana. Ég reyni alltaf að nýta öll þau tækifæri sem mér berast til að gera draping förðun og ég gerði það svo sannarlega í kennsluni í gær. 

Metallic og glimmer varir urðu einnig fyrir valinu hjá mér að þessu sinni 

 

80' s vibes

Innblástur minn af þessari förðun sótti ég hjá förðunarfræðingnum Pat McGrath en hún er ein af þeim stærstu í förðunar bransanum í dag. Ég fylgist mikið með henni á netmiðlum og hef mikið verið að sjá farðanir eftir hana þar sem hún er að nota kóngabláa aungskugga og eldrauðar varir, nútímalegar faraðanir með 80' s ívafi og ég er trylltur í það. 

 

 

Halo-augnförðun með twist-i

Mér finnst mjööög gaman að gera halo farðanir og ákvað að taka förðunina i gær aðeins lengra og gera ekki bara halo skyggingu á augunum heldur gerði ég líka halo-augnhár, augabrúnir og varir. 

 

 

Metallic-augnförðun 

Þetta er förðun sem mig hefur mjög lengi langað til að framkvæma en adlrei í rauninni gefist tækifæri á. En innblástur þessarar förðunar kemur frá tískusýningu Balmain í París seinasta haust og þetta er mín útfærsla á dökkri metallic augnförðun. 

 

Ég sýndi þessa förðun tvisvar sinnum í gær og í seinna skiptið ákvað ég að skipta úr gull lituðum augnskugga í sæbláann og auðvitað varð hann líka að vera með metallic áferð. 

 

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá myndirnar <3 

Ég mun birta fleiri myndum inn á makeup instagram síðuna mína @facesbyalexsig

 

Þar til næst 

 

xxx

 

 

makeup insta @facesbyalexsig

 Insta @alexandersig

SaveSave