Nýtt frá Spúútnik

04 Mar 2018

Falleg, vel með farin vintage föt hafa lengi átt minn hjartastað og nýti ég því alltaf tækifærið þegar Spúútnik heldur kílómarkað.

Ég gerði mér ferð í Spúútnik á Laugavegi fyrr í vikunni og að sjálfögðu fór ég ekki tómhent heim.
Mig langar að deila með ykkur því sem fékk mér. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég fékk mér þrjá hluti. Dökkbláan fluffy pels sem nær rétt fyrir ofan hné, en ég dýrka þá sídd.
Mom jeans í kremuðum lit með stud detailum.
Ég nota ekki þröngar gallabuxur lengur heldur klæðist ég bara mom & boyfriend sniðunum - þessar eru í miklu uppáhaldi! 
Og svo fengu þessir brjálaðslega fallegu eyrnalokkar að koma með líka.
Beautiful .. finnst stud detailarnir geggjaðir!
Hér er ég svo í nýja fína pelsinum mínum, hann kom ótrúlega á óvart en ég er búin að nota hann heilan helling síðan að ég fékk mér hann.
Hann er líka svo þægilegur og mjúkur, ahh elska hann!


Ég mæli klárlega með að þið gerið ykkur ferð í Spúútnik og nælið ykkur í fallega vintage flík.
Eða jafnvel flíkur .. 

--

Það var ekki lengra að þessu sinni x,

Anna 
Instagram: annasbergmann