Pítuplatti

04 Mar 2018

Við elskum flest öll klassísku pítuna með pítusósunni en ég er eiginlega búin að snúast við í þessum málum og fara hollari og betri leiðina að mínu mati.
Við förum reglulega á sýrlenskan veitingastað hér í Barcelona þar sem við pöntum okkur svona svipaðan platta með kjúkling, pítabrauði og allskonar grænmeti sem er í dressingu. Þú þarft enga sósu með þessu þó það sé erfitt að trúa því en öll hráefnin eru svo fersk og góð og hummusin og fetaosturinn gerir svo mikið.


Ég setti allt saman á stóran platta með kjúklingi, grænmeti og fleira og bera fram með heilhveiti pítabrauðum.


Kjúklingurinn

2 kjúklingabringur skornar niður í lita bita.
2 smátt saxaðir hvítlauksgeirar
½ lúka af saxaðri steinselju
safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar

Steikið hvítlaukinn í nokkrar mínútur í olíu og bætið síðan kjúklingum við og steikið í nokkrar mínútur. Kreistið sítrónuna yfir og bætið steinseljunni við og steikið saman í nokkrar mínútur til viðbótar.

Setjið humus í miðjuna á disknum og kryddir með smá salti, pipar og papriku. (sumac ef þið eigið) og raðið síðan því grænmeti sem þið eigið til í kringum ásamt kjúklingnum. Hér er til dæmis paprika, rauðlaukur, gúrka, tómatar, salat og
fetaostostur

Dressingin er 2 msk olífuolía, 2 msk rauðvínsedik 1 tsk oregano. Hrært saman og helt yfir grænmetið.

Borið fram með pítubrauði.