Yellow is the new black ..?

08 Mar 2018

Vorið er handan við hornið og það þýðir bara eitt .. það er kominn tími á gula flík!

Ég tók eftir því hversu áberandi guli liturinn var á Fashion Week. Það er hægt að poppa outfit mega flott upp með gulri flík eða jafnvel gulum fylgihlut, hvort sem það sé taska, skór eða hattur. Ég hef alltaf verið ótrúlega skotin í karrýgula litnum og á nokkrar flíkur í þeim lit. Kannski er kominn tími á skærari flík fyrir næstkomandi vormánuði, heildarlúkkið verður allavega hlýlegra og glaðlegra - fullkomið fyrir hlýnandi veður.

Sjálf hef ég auga á einni fallegri JW Anderson tösku, hún er að sjálfsögðu gul - Algjört statement piece

Hér koma gulir hlutir sem ég hef augastað á.  


Ég tók líka saman nokkur af mínum uppáhalds lookum bæði frá Fashion Week og eitthvað sem ég fann á Pinterest.


 
Við megum búast við að sjá gula litinn mikið með hækkandi sól - Hlakka til !
--
 

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann