Barber Club - herravörur

09 Mar 2018

Heil og sæl. Mig langaði til að deila með ykkur nýjum vörum frá Men Expert línunni frá L’Oréal.

Þessi færsla er ekki kostuð 

 

Þetta er ný snyrtivörulína fyrir karlmenn sem var að koma út hjá þeim og heitir hún Barber Club. Nú er ég búinn að fá að prufa vörurnar og þær eru hreint út sagt mjööög nice. 

Þessar vörur eru aðallega gerðar fyrir menn sem eru með skegg og henta sérstaklega vel þeim sem safna skeggi. Einnig henta þessar vöru þeim karlmönnum sem eru ekki mikið að spá í umhirðu húðar og skeggs. 

 

Eins og ég hef oft talað um áður að þá skiptir ótrúlega miklu máli að hugsa vel um húðina sína, húðin er okkar stærsta líffæri og sú eina sem við fáum. Þess vegna er ég mjög ánægður að þessi lína hafi komið út, vegna þess að það eru rosalega margir karlmenn sem ekki hugsa um húðina sína og sumum sem finnst það jafnvel vera smá taboo vegna þess að konur gera það miklu frekar. En það er auðvitað ekkert taboo við það að hugsa um húðina sína hvort sem maður er karl eða kona. 

 

Það sem Barber Club línan hefur upp á að bjóða eru fjórar vörur sem eiga það allt sameiginlegt að vera gerðar fyrir karlmenn og skegg. Svo er ég ekkert að hata það hve ótrúlega vel þær lykta. 

 

Barber Club - Beard + Face + Hair 3-in-1 Wash 

Sápa sem gott er að nota í sturtunni, ætluð fyrir hár, andlit og skegg, mjög fljótleg í notkun. Hreinsar húðina, fjarlægir dauða húð í skeggi og nærir hár og skegg. Sjúklega góð lykt af þessari sápu en sú lykt er af Cedarvið. 

 

Barber Club - Short Beard & Face Moisturiser 

Nafnið á vörunni segir sig í rauninni sjálft, andlits og skegg rakakrem. Nú er búið að vera fremur kalt úti seinustu vikurnar og þá var ég farinn að taka eftir þurrkublettum á húðinni undir skegginu mínu. Eftir að ég fór að nota þetta rakakrem þá hef ég ekki séð vott af þurrk í skegginu. 

 

 

Barber Club - Long Beard & Skin Oil 

Þetta er andlits og skegg olía sem er hugsuð fyrir þá sem eru með lengra skegg. Ég nota olíuna á mitt skegg þótt það sé ekki langt, alltaf gott að næra skeggið vel sérstaklega í þessum kulda, hinsvegar er sleppi ég því að bera olíuna á andlitið vegna þess að ég er með svo olíukennda húð og hef ekkert við auka olíu að gera í framan. Þá væri ég einn stór gangandi olíupottur. 

 

Barber Club - Beard & Hair Styling Cream

 

Hár og skegg mótunar krem. Nú er ég ekki með nógu langt skegg til þess að ég geti verið að móta það með svona kremi og með of þykkt hár á hausnum fyrir þetta, en ég nota þetta samt sem áður bara til þess að finna lyktina af Cedarviðnum. 

 

Vörurnar innihalda ilmkjarnaolíur úr cedarvið og það er að gera svo mikið fyrir vörurnar

 

Ég mæli mjög mikið með þessum vörum, fullkomnar tækifærisgjafir fyrir hann og flottar umbúðir. 

 

Eigið góða helgi kæru lesendur. 

 

Þar til næst. 

 

XXX

 

 

Svo er hægt að fylgjast með mér að instagram síðunum mínum: 

 

makeup insta @facesbyalexsig

personal insta @alexandersig