Femme dinner á TAPAS

09 Mar 2018

Við Femme hópurinn gerðum okkur glatt kvöld í síðustu viku og snæddum saman á Tapas Barnum. 

Færslan er unnin í samstarfi við Tapas Barinn. 

Þið sem eruð ókunnug um þennan stað, þá er þetta einn ástsælasti veitingastaður okkar. Hann er örlítið falinn í hjarta Reykjavíkur sem gerir hann pínu dularfullan á skemmtilegan hátt. Um leið og gengið er inn þá pikkar maður strax upp stemninguna sem á sér stað - Andrúmsloftið er sett fyrir kvöldið... spænsk tónlist, sangría, kokteilar og ó svo góður matur. Fullkomin uppskrift að góðu kvöldi með góðum vinum. 

Við áttum svo sannarlega notalega stund. Bornir voru fram nokkrir vinsælir réttir sem við vildum öll deila og smakka, hver af öðrum betri. Við skoluðum þessu niður með Cava Sangríu og gourme kokteilum. Það er svo mikil stemning í þessari spænsku tapas matarmenningu, minni réttir og fleiri. Það er líka svo gaman að smakka eitthvað nýtt, eitthvað sem maður hefði vanalega ekki pantað sér. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður verðlaunar sér með góðri máltíð þá fer maður alltaf í "örugga" valið í stað þess að panta eitthvað nýtt og framandi. Og oftar en ekki eru þessir réttir sem ég valdi ekki, en voru pantaðir, miklu betri en það sem ég stóð uppi með fyrst. Þess vegna er Óvissuferðin svo skemmtilegt val á matseðlinum, ég mæli eindregið með slíkri upplifun. 


TAKK kærlega fyrir okkur TAPAS, þetta var dásamlegt allt saman xx