Lúxus Brunch

09 Mar 2018

Við elskum elskum flest góðan brunch hvort sem hann er á veitingastað eða í heimahúsi. Mér hefur uppá síðkastið fundist skemmtilegt að breyta til. Í staðin fyrir alltaf að vera með egg, beikon, brauð og ýmis álegg sem er alltaf klassík þá hef ég mikið verið að gera allskonar brunch rétti. Núna síðasta gerði ég tómata og mozzarella salat með góðu súrdeigsbrauði sem slóg í gegn. Fyrir utan það hvað það var gott þá er þetta ótrúlega einfalt að gera með örfáum hráefnum.


1 Pakki kirsuberjatómatar
2 ferskar mozzarella kúlur
1 búnki fersk basilíka
ólífuolía 
Salt & Pipar
3-4 smátt saxaðir hvítlauksgeirar
Gott brauð

Hitið upp pönnu með 3 msk olíu á miðlungshita og setjið tómatana, hvítlaukinn, salt, pipar og ásamt því að rífa niður 3-4 basilíku lauf.
Sleikið saman í á miðlungshita í 15-20 mínútur og hrærið vel á meðan.
Skerið mozzarella ostinn niður í 4 bita hvor og raðið í miðjuna á stóran disk.
Hellið tómötunum yfir, stráið ferskri basiliku,salti, pipar og góðri ólífuolíu yfir.
Berið fram með góðu brauði.
Ég bauð uppá kaffi og uppáhalds Cavanu mínu.
Fleiri skemmtilegar hugmyndir af brunch?
Smelltu á Like til að láta mig vita.