Blár eyeliner

13 Mar 2018

Litaður eyeliner er svo auðveld leið til þess að poppa aðeins upp á förðunina. Ég fékk innblástur af þessum bláa eyeliner á Instagram en ég sá nokkrar drottningar vera að posta myndum af sér með slíkann og ég ákvað að kaupa mér einn í kjölfar þess!
Fleira sem var notað í þessari förðun:
Augnhár - Fanney Dóra frá Deisymakeup
Farði - Super Stay Full Coverage Foundation frá Maybelline 
Hyljari - Dermacol frá Deisymakeup
Augabrúnir - Brow Precise Fiber Volumizing Eyebrow Gel frá Maybelline
Varir - Color Sensational Varalitur nr 920 frá Maybelline + Whirl Lip Liner frá MAC
 
Ég fór í Sephora í New York og það var ein dásamleg afgreiðsludama sem aðstoðaði mig við kaupin en ég vildi finna hinn fullkomna bláa lit. Ég sætti mig loksins við einn sem er frá Sephora Collection COLOR: 13 Fancy Blue - matte bright azure blue