Ceviche & Moet kvöld á Burro

13 Mar 2018

Okkur á Femme var boðið að koma í mat á Burro í síðustu viku, en á miðvikudögum eru svokölluð Ceviche og Kampavínskvöld sem ég mæli eindregið með að prófa. Ceviche er suður amerískur fiskréttur sem inniheldur meðal annars hráan fisk sem maríneraður er í sítrussafa. 

Ég hef margoft fjallað um Burro en það leynir sér ekki að staðurinn er í miklu uppáhaldi. 
Andrúmsloftið og stemningin er alveg hreint frábær og ég elska að kíkja upp á Pablo Discobar í drykk og danssveiflu eftir matinn. 
Við vorum aldeilis södd og alsæl eftir þetta skemmtilega kvöld en ég smellti nokkrum myndum af kvöldinu.  
Að sjálfsögðu var byrjað á Tequenos ostastöngunum sem ég fæ ekki nóg af ásamt gómsætu guacamole og mjölbananaflögum. 
 Hér má sjá þrenns konar Ceviche. Grænmetis, túnfisks og bleikju Ceviche, hvert öðru betra. Skolað niður með Moet Rosé kampavíni. 
 Hér höfum við  grillaða nautalund, chimichurri þorsk (einn af mínum uppáhalds réttum) og reykta sellerírót. 
 Eftirrétta himnaríki. Churros, súkkulaði- og karamellumús....namm!
Espresso martini er ómissandi með. 
Takk kærlega fyrir ljúffengt og skemmtilegt kvöld. 


Þangað til næst,