Sónar - Makeup Inspo

13 Mar 2018

Nú er heldur betur farið að styttast í  Sónar. En fyrir þá sem vita ekki hvaða  það er að þá er það tónlistarhátíð sem haldin er í Hörpu einu sinni á ári, en þangað koma hinir ýmsu tónlistarmenn, erlendir og íslenskir, og alltaf mjög skemmtileg dagskrá í gangi. Hátíðin fer fram næstu helgi 16 og 17 mars. 

 

Nú hef ég farið nokkrum sinnum á þessa hátíð og alltaf tekið eftir vissum ,,trendum” í makeup-i ef það má orða það svo. Sem dæmi má nefna að eitt árið þá voru allir að mála á sig hvítar eða skærar doppur sem lýstust svo upp í neon ljósunum á tónleikunum (ég tók auðvitað þátt í því), svo var eitt skiptið mjög mikið um að líma á sig skrautsteina og svo er auðvitað alltaf einhverjir sem augljóslega elska glimmer og fara alla leið með það. Það er alltaf gaman að sjá svona makeup á tónlistarhátíðum og langar mig því að veita ykkur smá inspo fyrir helgina. 

 

Ég og Vaka vinkona mín á Sónar árið 2015, ég með hvíta punkta framan í mér og Vaka með skrautsteina. 

 

Ath. farðanir í þessari færslu eru ekki eftir mig 

 

 

Glimmer

Nú er glimmer ekkert á leiðinni að detta úr tísku og má eiginlega segja að það sé mjög mikil glimmer menning í dag. En mér finnst alltaf fallegt að halda glimmerinu frekar minimalísku og jafnvel sleppa skyggingu á augum og hafa eingöngu glimmer. 

Það sem þú þarft - Eye Kandy ( haustfjord.is)

 

 

 

Hologaphic Highlighter. 

Eins og allir vita að þá er ekkert flottara fyrir mér heldur en ljómandi húð. En þegar kemur að tónlistarhátíðum þá finnst mér mjög viðeigandi að vera með svona holographic highlighter. 

Það sem þú þarft - NYX Professional Makeup, Love You So Mochi Highlighting Palette (Hagkaup - Kringlu og Smáralind) 

 

Metallic augu

Mér finnst metallic augnskuggar eiga einstaklega vel við á svona hátíðum fyrir utan það hvað það er búið að vera mikið um það á tískupöllunum undanfarin misseri. 

Það sem þú þarft : í rauninni hvaða metallic augnskuggi sem er, gott að vita að hægt er að ná fram enn meiri metallic áferð á augnskuggum með því að spreyja settingspreyi á burstann með augnskugga á - rétt áður en augnskugginn er settur á. 

 

 

Duo Chromatic Lip Gloss

Þessir glossar eru sjúklega flottar nýjungar hjá NYX Professional Makeup. Nú hef ég prufað nokkra þeirra þegar ég er að farða og koma þeir einstaklega vel út hvort sem þeir eru settir yfir varalit eða á alveg hreinar varir. 

Það sem þú þarft : NYX Professional Makeup Duo Chromatic Lip Gloss ( Hagkaup - Kringlu og Smáralind) 

 

 

En þetta er brot af því sem ég er að vonast eftir að sjá mikið af á Sónar í ár og hlakka mikið til hátíðarinnar. 

 

 

Þar til næst 

 

XXX

 

Einnig er hægt að fylgjast með mér á instagram síðunum mínum 

Makeup Insta - @facesbyalexsig 

Insta - @alexandersig