Sófaborðið

14 Mar 2018

Þetta fallega sófaborð frá Fermliving leyndist í stærsta jólapakknaum síðustu jól, kom skemmtilega á óvart og við erum mjög ánægð með það. Eftir að ég birti þessa mynd á instagram hef ég fengið margar spurningar hvaðan það sé og frá hverjum.

Borðið er úr svartri mattri stálgrind og platan er svartur marmari, þannig það er mjög þungt. Eins og áður segir er það frá Fermliving og var okkar borð keypti í Epal.