Frábær ítalskur kjúklingaréttur

15 Mar 2018

Í þessari uppskrift eru fá hráefni en fersk, eitt einkennum ítalskrar matargerðar. Þennan rétt hef ég gert áður á FEMME en ég ákvað að skella betri myndum og texta.
Hráefni


1 pakki af sveppum

1 pakki af kirsuberjatómötum

Hvítlaukur

Steinselja

Hvítvín

Kjúklingabringur

Ólífuolíu

Salt & pipar.

___________________________________

Aðferðin er líka frekar einföld.

Skerið niður tómatana, sveppina, hvítlaukinn og chilli-ið.
Gott er að berja aðeins kjúklingabringurnar niður með kjöthamri (þið getið notað pönnu eða bretti) Það er gert þess að ná fram jafnri eldun, þannig að hann verði alls staðar eldaður í gegn á sama tíma.

Setjið ólífuolíu á pönnu á miðlungshita og steikið kjúklingabringurnar þangað til þær verða ljósbrúnar og fallegar. Þá hellið þið ca. dl. af hvítvíninu út í og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Takið svo kjúklingabringurnar úr og setjið til hliðar á disk.
Bætið við einni teskeið af kjúklingakrafti eða tening í hvítvínið sem er í pottinum og hrærið. Mér finnst best að nota vínið í réttinn sem ég ætla að drekka með.

Steikið síðan hvítlaukinn og chilli-ið í hvítvíninu í nokkrar mínútur og bætið við sveppunum, tómötunum, steinseljunni og að lokum kjúklingnum.
Lokið pönnunni eða pottinum og látið krauma í 7-8 mínútur.

Það verður hellingur af safa sem kemur frá tómötunum og hvítvíninu og finnst mér fullkomið að vera með kartöflumús með réttinum og hella sósunni yfir.Ég gerði þennan rétt skref fyrir skref á Instagramminu mínu og fékk mikið af jákvæðum viðbrögðum og ákvað því að gera setja þetta aftur hingað inn.
Þið finnið mig undir @martaarun