Mixing patterns

15 Mar 2018

Ég hef alltaf verið á því að það "megi" ekki blanda saman mynstrum en þessi hugsun mín er búin að taka þvílíkan snúning. Ég er að dýrka þessi mixed pattern look sem ég er að sjá í kringum mig á Instagram, Fashion Week og á Íslandi. 

Það er eitt look sem er fast í hausnum á mér, ég varð alveg rosalega skotin í þessari samsetningu og væri alveg til í að eignast flíkurnar.
Ég fékk leyfi frá elsku Ídu að deila með ykkur mynd þar sem hún er í umræddu outfitti. Þessar flíkur eru frá merkinu Libertine Libertine.

Sjáið mynd hér fyrir neðan--

Hlébarðamynstur og röndótt, blómamynstur og köflótt, doppótt og röndótt .. möguleikarnir eru endalausir.

Hér koma nokkrar hugmyndir af samsetningu
Jeanette Madsen

Chloe King

Ég legg til að við leikum lausum hala og klæðumst öllum þeim mynstrum sem okkur sýnist, á hvaða hátt sem er.

 "Fashion has no rules" .. eða það hef ég allavega heyrt!

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann