Sónar

18 Mar 2018

Ég var þvílíkt heppin í vikunni þegar gamall vinur frá London hafði samband við mig og bauð mér og vinkonum mínum á Sónar. Hann er svokallaður tourmanager fyrir Nadiu Rose en fyrir ykkur sem vitið ekki hver hún er þá mæli ég svo sannarlega með að skoða hana bæði á Instagram og Spotify. Hún er með geggjað stíl og lögin hennar ekki síðri.

Við vinkonurnar fórum að vísu bara á laugardeginum en við skemmtum okkur samt sem áður konunglega!
Ég gerði færslu fyrr í vikunni með hugmyndum af outfitt-um fyrir Sónar og ég vann mitt dress svolítið út frá því.

Ég var því miður of mikið að njóta augnabliksins svo að ég tók engar myndir af atriðunum sjálfum.

Hér koma nokkrar frá gærkvöldinu

Fallegu vinkonur mínarDrottningin hún Nadia Rose, svo kúl týpa!Ég er enginn make-up snillingur en undanfarið hef ég verið að vinna með rautt og appelsínugult í kringum augun, loving it.
Síðan var ég með glowy húð, glæran gloss á vörunum og vingjaðan eyeliner. Voðalega simple en klassísk förðun!

Hér er svo outfitt-ið mitt. Ég fílaði það í tætlur, það var ótrúlega þægilegt en samt mega kúl.
Ps. ég mæli þvílíkt með að vera með mittistösku á svona viðburðum, vá hvað það var þægilegt! 
Þægindin í fyrirrúmi!


Buxur - Döðlur, fást í Akkúrat
Tupe toppur - Brandy Melville
Mittistaska - Vintage
Hálsmen - Asos
Pels - Monki
Skór - Unif


---

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann