DAGUR Í BOSTON

19 Mar 2018


Ég átti æðislegan dag í Boston á dögunum og smellti nokkrum myndum af þessum fallega degi. 

 Tatte Bakery & Cafe  

Þessi staður fær fullt hús stiga frá mér. Það heillar mig allt við þetta æðislega kaffihús. Útlitið, andrúmsloftið & gæðin. Ég fór á staðinn í morgunmat og svo fékk ég mér late lunch þar seinna um daginn. Já ég veit ég get verið smá ýkt þegar ég finn staði sem mig líkar við... 
Staðurinn er víðsvegar um borgina - getið séð staðsetningar hér
Ég fékk mér það sem kallast Shakshuka í hádegismat, sjúklega gott. Er strax orðin spennt að fara aftur. 

 

Isabella Stewart Gardner Museum

Ég ákvað að heimsækja þetta æðislega fallega safn. Ótrúlega margt fallegt að sjá og auðvelt að gleyma sér þarna. 
Kostar $15 inn og ekki nema um 10 mín akstur frá Newbury St. 
Mæli með að brjóta upp daginn og kíkja á þetta skemmtilega safn.Þangað til næst,
xx