Bökuð epli og sykurlöngunin hverfur

20 Mar 2018

Hver kannast ekki við tilfinninguna þegar manni langar svo mikið í nammi eða eitthverskonar sætindi að maður myndi gera nánast hvað sem er til þess að fá eitt lítið súkkulaðistykki?

Ég er gjörsamlega verst þegar kemur að þessu, ég hef oft keyrt út í búð og keypt mér súkkulaðiplötu þótt að ég sé með óþol fyrir því. Svo blæs ég út og ligg í fósturstellingunni það sem eftir er af kvöldinu ..
Ég er sífellt að prufa mig áfram með allskyns millimál sem gætu komið í staðinn fyrir þetta blessaða súkkulaði.
Það sem stendur klárlega uppúr eru bökuðu eplin með kanil og döðlusýrópi.

Ótrúlega einföld uppskrift sem allavega ég fæ ekki leið á


Innihald
Epli
Kanill
Döðlusýróp


1. Eplin skorin niður í báta og röðuð á smjörpappír
2. Kanil stráð yfir
3. Döðlusýróp dreift yfir
4. Eplin eru bökuð inní ofn við 180°C í u.þ.b. 10-15 mínútur. 
VOILA!


Njótið vel x,

Anna 
Instagram: annasbergmann