NYX Professional Makeup Launch partý í Köben

21 Mar 2018

Fyrir u.þ.b. mánuði var ég í pásu í vinnuni þegar Erna Hrund vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, hringir í mig og spyr hvort ég væri með einhver plön 14.mars. Ég svara neitandi og spyr hvað hún væri að pæla, þá spyr hún hvort ég vilji koma með sér til Köben á NYX Professional Makeup viðburð...

 

Mér var sem sagt boðið til Danmerkur á launch viðburð á vegum NYX Professional Makeup, ég var ekki alveg að trúa því að ég hafi fengið svona geðveikt boð þar sem það eina sem ég þurfti að pæla í var hvaða för ég ætla að taka með mér og búið að ganga frá öllu öðru.

En sú var raunin, við Erna Hrund flugum út fyrir viku, snemma morguns og eyddum deginum í Köben að stússast og skoða.

Hótelið var mjög flott og snyrtilegt og fullkomin staðseting. 

Þegar ég kom upp á hótelherbergi beið mín gjöf á rúminu frá NYX Professional Makeup. Í pakkanum var nammi og allar nýjunarnar. 

 

 

 

Þessi viðburður var útgáfupartý á nýjum förðunarvörum sem eru að koma út hjá NYX Professional Makeup og var haldinn á skemmtistaðnum Dandy.  

Önnur línan heitir I Love you so Mochi. Mochi er asískt nammi sem má líkja við blöndu af sykurpúða og sætu deigi en mochi var innblástur á nýju vörunum sem eru tvennskonar augnskugga pallettur, highlighter pallettur og laus púður highlighter. Einnig var verið að gefa út nýja varalita línu, en þeir kallast Powder Puff, púðurkennd formúla sem er mjög gott að vinna með.  ( Sjá nýjungar á mynd fyrir ofan) 

Á þessum viðburði voru allir helstu áhrifavaldar NYX Professional Makeup á norðurlöndunum viðstaddir. Ótrúlega flott venue og eitt flottasta launch party sem ég hef verið viðstaddur. Allr í kringum þennan viðburð var upp á 100! - hótelið, maturinn, partýið, vörurnar og auðvitað fólkið sem maður var með og fékk að kynnast. 

Ég er svo óendanlega þakklátur fyrir þetta boð og þessa lífsreynslu og mun ég henni aldrei gleyma. Ferðin stóðst allar mínar væntingar og vonandi verða fleiri svona ferðir á komandi árum. 

Takk kærlegea fyrir mig Erna Hurnd og Nyx Professional Makeup!

<3 <3 <3 

 

Ljómyndari myndana úr teitinu - Aníta Eldjárn

 

 

Þar til næst 

XXX

Það er einnig hægt að fylgjast með mér á instagram síðunum mínum

Makeup Instagram @facesbyalexsig

Instagram @alexandersig