New hair, new me ?

23 Mar 2018

Ef það er eitthvað sem ég elska þá er það að gera breytingar á hárinu mínu. 

Árið 2016 litaði ég mig svarthærða, 2017 klippti ég á mig topp og 2018 kallaði svo sannarlega á nýja breytingu.
Ég var með ákveðna hugmynd í huga sem ég lét elsku Tótu á Stofunni útfæra á sinn hátt. 

Hér koma þær hugmyndir sem ég hafði í hugaÉg vildi halda í toppinn en stytta hann, bæta við styttum og stytta lengdina töluvert. Ég hef ekki látið klippa í mig styttur síðan ég var 14 ára, því var ég var smá stressuð hvernig mig myndi líka það en ég gjörsamlega elska það! Hárið mitt átti það til að verða smá "dull" en núna er alltaf hellings líf í því og ótrúlega gaman að vinna með það. 

Hér koma svo myndirnar af fína hárinu mínu sem ég er óendanlega ánægð með!
Er ótrúlega ánægð, ef þið eruð að leita ykkur af klippara þá mæli ég hiklaust með Tótu á Stofunni í Faxafeni!
 

---
 

Þar til næst x,