Mín daglega vítamíninntaka

25 Mar 2018

Ég fæ oft spurningar varðandi hvaða vítamín ég tek inn og hvaða tilgangi þau þjóna. Því ætla ég að svara öllum þeim spurningum í þessari færslu. 

Ég borða ekki kjöt, ég er járn- og blóðlítið með lágan blóðþrýsting svo er ég með mjög viðkvæman meltingarveg, já .. ég er allur pakkinn! Ég þarf því að taka inn vítamín á hverjum degi, annars finn ég m.a. fyrir aðsvifi og orkuleysi.

Það sem ég hef vanið mig á að taka inn á hverjum degi eru fjölvítamín, lýsisperlur, trönuberjahylki, góðgerlar og spírulína.

---

Fjölvítamín
Ég tek fjölvítamínið Eve frá Now. Það er fjölvítamín- og steinefnablanda sem er sértaklega gert fyrir konur en það inniheldur fjölda olía og jurta.

Eve inniheldur m.a.:

A-, C- & D-vítamín, B12, Kalk, Járn, magnesíum, sink, trönuber og grænt te. Ath þetta er ekki tæmandi listi. 

Ég finn ekki bara mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Eve heldur sé ég líka breytingar. Breytingar á húðinni, hárinu og nöglunum mínum. Eins og ég sagði hér að ofan þá er ég járnlítil ásamt því að borða ekki kjöt. Því er mikilvægt fyrir mig að taka inn bæði járn og b-12 eða fjölvítamín sem innihalda þessi vítamín, eins og Eve gerir.

---

Lýsisperlur
Þorskalýsi í perluformi inniheldur mikilvægar fjölómettaðar fitusýrur ásamt bæði A- og D-vítamíni. Þorksalýsi tryggir næginlegt magn þessara mikilvægu vítamína og viðheldur beinþéttni. Það styrkir vöxt tanna og beina ásamt því að hafa góð áhrif á sjónina.

---

Trönuberjahylki
Ég hef alltaf verið mikið fórnalamb bæði blöðrubólgu og þvagfærasýkingar, hvort sem það er vegna veðurbreytinga, sýrustigsbreytinga í líkamanum eða fara í kalda sundlaug eða sjó. Það sem hefur bjargað mér hingað til eru svokölluð trönuberjahylki. 
Trönuber innihalda mikið af náttúrulegum andoxunarefnum sem hjálpa til við að draga úr hættu á mörgum sjúkdómum og krabbameini og stuðla þannig að almennri heilsu. Trönuberjahylkin skola nýrun og koma því í veg fyrir nýrnasteina sem geta m.a. myndast útfrá þvagfærasýkingu. Trönuberjahylkin innihalda andoxunarefni sem koma í veg fyrir að sérstakar bakteríur komi nálægt þvagblöðrunni en þær geta valdið þvagfærasýkingu.

---

Propbiotics / Góðgerlar
Góðgerlar stuðla að betri meltingar- og þarmaflóru, þeir hjálpa við upptöku á ýmsum bætiefnum og næringu.
Ég finn miklum mun á meltingunni en gerlarnir örva hreyfingu á meltingarveginum og bæta því meltingarferlið í heild sinni.

---

Spirulina
Spirulina er blágrænþörungur sem er ein næringarmesta fæða sem hægt er að finna.
Hún bætir líðan, margfaldar orku og hreinsar líkamann.


Ég vil samt sem áður taka það fram að þau vítamín sem ég tek inn henta ekki endilega öllum. Við höfum öll ólíkar þarfir og erum mismunandi byggð. Ég hef verið að prófa mig áfram með vítamín í mörg ár og hef komist að því að þetta eru þau vítamín sem henta mér vel.
Vonandi hef ég samt sem áður hjálpað eitthverjum!


Þar til næst x,