Myndataka með Svölu Björgvins

27 Mar 2018

Fyrir ekki svo löngu tók ég þátt í myndatöku sem Svala Björgvins og Saga sig ljósmyndari ákváðu að gera. Ég hef einu sinni áður unnið með Svölu sem var mjög gaman því hún vill alltaf gera eitthvað aðeins öðruvísi og meira edgy sem ég fíla. Síðan þá hefur okkur lengi langað að vinna að eitthverju verkefni saman og þá ákvað hún í sameiningu með Sögu Sig að vera með myndatöku og fá mig til að gera makeup-ið.

Þessi myndataka var í rauninni ekki fyrir neitt sérstakt heldur vorum við bara að leika okkur, sem skiptir alltaf máli að gera inn á milli þegar maður starfar sem förðunarfræðingur eða ljósmyndari, þannig getur maður haldið áhugamálinu sínu smá aðskildu frá vinnu - þótt að það sé auðvitað æðislegt að eiga þann kost að fá að gera áhugamálið sitt að starfsgrein. 

 

Við byrjuðum á að gera klassíska beauty-förðun með skyggingu í glóbuslínu, smá glimmer og gerviaugnhár. Svo þegar það fór að líða á tökurnar breyttum við förðuninni og gerðum augun töluvert dekkri og með metallic  áferð og notuðumst við duo-chrome gloss, highlighter-a og augnskugga. 

 

 

Hér eru nokkrar myndir sem mig langaði til að sýna ykkur, bæði behind the scenes myndir og svo myndir eftir Sögu.  Við erum ekki búin að birta allar myndirnar og ætlum öll að gera það í samræmi við hvort annað en það verður hægt að sjá fleiri myndir bráðlega á instagram síðuni minni - @facesbyalexsig 

 

Þetta voru mjög skemmtilegar tökur og mjög gaman að fá að vinna með svona glæsilegum listakonum eins og Svölu og Sögu og tel mig bara mjög heppinn fyrir það. 

 

Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir þegar þær koma. 

 

Þar til næst 

 

XXX

Hægt verður að sjá fleiri myndir á: 

makeup instagram - @facesbyalexsig

instagram - @alexandersig