CANDY FLOSS SUIT

03 Apr 2018


Ég keypti mér nýverið bleika dragt úr Zöru og ákvað að taka hana með mér til Montréal um helgina. 
Ég fór í henni út að borða á einn af mínum uppáhalds stöðum þar sem heitir Kampai Garden. Ég hef áður fjallað um staðinn í færslu sem ég skrifaði um Montréal hér. Borgin er í miklu uppáhaldi hjá okkur Bjarna og þá sérstaklega þegar kemur að mat.
 


Þið sem þekkið mig vitið að ég er æst í co-ords sett og dragtir og þessi hitti beint í mark! 
Ég paraði dragtina við 
Nike airforce one strigaskó sem eru í miklu uppáhaldi og passa við öll dress að mínu mati.
Svo var auðvitað möst að panta bleikan kokteil í stíl við dressið. 

________________________

Þangað til næst,
xx