Nýr ljómandi farði frá YSL

03 Apr 2018

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Terma

Mér finnst mikilvægt að eiga einn léttan farða fyrir sumarið í snyrtitöskunni en Touche Éclat All-in-One Glow Foundation frá YSL er fullkominn fyrir mig. Hann er léttur, ljómandi og olíulaus!Ég er búin að vera að prufa mig áfram núna í nokkra daga með þennan nýja farða frá YSL og hann kemur svo ótrúlega vel út á minni húð. Farðinn er léttur en það er samt hægt að byggja hann upp á þeim svæðum sem þurfa aðeins meiri þekju. Einnig kemur svo fallegur ljómi af farðanum en eins og ljómandi farðar eiga oft til að gera þá finnst mér hann ekki ýta undir fitumyndun húðarinnar en það er eflaust vegna þess að hann er olíulaus. Ég notaði fleiri vörur í þessari förðun frá YSL en það var Touche Éclat Gullpennin sem er svo vinsæll frá þeim og farðinn sem ég er að fjalla um er úr sömu línu og gullpennin. Einnig prufaði ég Tatouage Couture High pigment & ultra-matte liquid lip stain. Ótrúlega fallegur litur og léttur á vörunum sem mér finnst skipta miklu máli. Helst líka vel á. 

Fleira sem var notað í þessari förðun: 
Steinunn augnhárin frá Deisymakeup
Bronze Pallette frá Kylie Cosmetics
Killawatt Freestyle Hightlighter frá Fenty Beauty
Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills

 

Ef ykkur vantar góðan farða fyrir sumarið myndi ég hiklaust tjékka á þessum. Ég sjálf er með blandaða húð þannig að ljómandi farðar eiga það til að ýta undir það að húðin mín fitni en það fer rosalega vel í mig að þessi er olíulaus. YSL vörurnar fást í Hagkaup.

Þangað til næst xx