Fullkomið outfit fyrir vorið

04 Apr 2018

Ég eyddi páskunum í 18°C og sól í yndislegu stórborginni Milano, eftir nokkra klukkustunda flug var ég allt í einu mætt heim í snjókomu .. Vorið hlýtur að fara að láta sjá sig, við skulum allavega bíða og vona !

Milano ferðin á skilið sér færslu út af fyrir sig, ég tók heilan aragrúa af fallegum myndum og hlakka mikið til að deila þeim með ykkur. Þangað til getið þið skoðað myndirnar sem ég hef verið dugleg að deila frá ferðinni á Instagramminu mínu hér

Í þessari færslu ætla ég hinsvegar að deila með ykkur outfitti, sem er að mínu mati fullkomið fyrir komandi vor.

Hér kemur óskalistinn minn


Trenchkápa frá & Other Stories
Ég hef áður talað um trenchkápu trendið en ég var svo lukkuleg að finna hinu fullkomnu trench í Mango.
Þessi hér fyrir ofan er frá & Other Stories, hún er mjög oversized og síð. Því miður er hún of síð á litlu mig en ég hef hana samt áfram á þessum lista. 

Shirley taska frá Staud
 Það sást glitta ansi oft í bæði þessa týpu og fleiri á liðnum tískuvikum útum allan heim. Væri mikið til í að eiga þessa. 

Pils frá & Other Stories
Þetta tryllta pils varð mitt á dögunum, mér til mikillar gleði. Það er plíserað að hluta til og er í hnésídd. Ég er ótrúlega skotin í því og sé ég fyrir mér að para því saman við bæði hvítan t-shirt eða blússu eins og hér fyrir ofan.  

Blússa frá Zöru
Hvít blússa frá Zöru með flottum bundnum detailum ásamt að skarta berum öxlum. 

Sólgleraugu frá Acne Studios
Bleik og fullkomin í sólinni sem er heldur betur hátt á lofti þessa dagana. Það þarf varla að biðja um meir ..

Strigaskór frá Alexander McQueen
Ooog svo síðast en ekki síst strigaskórnir sem mig hefur dreymt um síðan í haust, ég eiginlega skil ekkert í mér að vera ekki búin að kaupa mér par.
 

Það verður ekki lengra að þessu sinni x