Nýjungar frá Real Techniques

05 Apr 2018

Ég fékk skemmtilegan pakka um daginn en í honum voru nýjir burstar og nýtt svampa sett frá Real Techniques. 

Eins og ég hef skrifað um áður að þá notast ég nánast einungis við Real Techniques bursta þegar ég er að farða. Nú er liðinn smá tími síðan ég fékk pakkan og vildi ég því ekki skrifa færslu um þá strax vegna þess að mig langaði að prufa að vinna með vörunum og fá að kynnast þeim áður en ég myndi fara að mæla með þeim. 

Ef ykkur langar að sjá hvaða bursta ég held mest upp á frá Real Techniques og fá að vita aðeins um merkið sjálft getið þið skoðað þessa færslu - http://femme.is/is/read/2018-01-16/burstar-og-aukahlutir/ 

 

Í nýju bursta settunum er lög áhresla á að auðvelda neytendum að ná fram litsterkum augnskuggum á augun án þess að nota mikla vöru.  

Burstarnir eru mjög þéttir og hárin stutt sem gerir þeim kleift að taka í sig meiri vöru og þar af leiðandi gefa þeir af sér meiri lit. 

 

Instapop - Cheek Brush

Mjög góður í kinnalit eða highlighter. Skáskorinn. 

 

Instapop - Face Brush 

Þennan finnst mér gott að nota í sólarpúður eða í farða ef mig langar til að ná fram mikill þekju. Skáskorinn. 

 

Instapop - Eye Brush Duo

Þessir eru fullkomnir í smokey augnförðun. Þetta er tveggja bursta sett, þeir eru alveg eins nema í mismunandi stærðum. Stærri burstann nota ég ofan á augnlokið en þann inni nota ég á neðra augnsvæðið og í innri augnkrók - með honum næ ég að stjórna því betur hvar ég vill að liturinn verði sem mestur. 

 

Perfect - Crease Duo 

Þetta bursta sett býr ekki yfir sömu eiginleiku og Instapop burstarnir en þetta bursta sett er sérstaklega búið til fyrir glóbuslínuna. Einn með löngur og mjóum hárum sem er þá ætlaður til að búa til skyggingu í glóbuslínu og seinni burstinn er með stuttum og þéttum hárum sem er þá ætlaður til að blanda úr litina í glóbuslínu eða til að nota ljósari lit með. 

 

Base - Expert Blending Duo 

Hér höfum við klassíska Real Techniques blöndunar svampinn til að jafna út farða. Svo er einn sílikon púði sem fylgir með í settinu, en ég man að fyrir ca 2 árum þá sprungu samfélagsmiðlarnir í loft upp þegar þessir komu fyrst út. Ég verð að viðurkenna að það tók mig smá tíma að venjast því að vinna með sílikon púðanum og var smá skeptískur yfir honum en nú er ég búinn að venjast honum og gríp stundum í hann.

Hann er hugsaður til að bera farða á húðina áður en svampurinn er notaður, en það sem er sniðugast við hann er að hann sparar manni mjög mikið af farða sem gæti verið að fara til spillis. Með því að nota sílikon púðann fer enginn auka farði inn í burstana ykkar eða svampana sem er síðan erfitt að ná úr og eru bara fastir þar inni, heldur er farðinn bara settur á púðann og beint á andlitið og af því að ekkert kemst inn í hann þá fer allt á húðina og maður nær að nýta farðann miklu frekar og þarf minna af honum. 

 

 

Fleira var það ekki að þessu sinni kæru lesendur. 

 

Þar til næst

 

XXX