Cellularose Brightening CC Lumi Serum - By Terry

06 Apr 2018

Nú er korter í vorið og með hækkandi sól fer fólk að byrja að kissa sólina. Þegar maður er farinn að taka smá lit á sumrinn verður maður instantly svo ferskur og útitekinn. Hverjum myndi þá ekki langa til að bæta við sig smá auka ljóma? Mig langar að segja ykkur frá þessum snilldar vörum - Cellularose Brightening CC Lumi Serum frá merkinu By Terry.

Þessi skrif eru ekki kostuð

 

Ég byrjaði að vinna í Madison Ilmhús í ferbrúar þar sem snyrtivörurnar frá merkinu By Terry eru m.a. seldar og CC Lumi Serum-ið er bókstaflega það fyrsta sem ég fór að skoða þegar ég sá makeup-standinn í búðinni. Ljóma fíkilinn ég varð strax ástfanginn af þessu serumi og reyndi að troða því inn í allt sem ég gerði tengt förðun. 

 

Hægt er að velja úr fjórum mismunandi litum, 1. Immaculate Light, 2. Rose Elixir, 3. Apricot Glow og 4. Sunny Flash.  Nr.1 er þá væntanlega ljósasti liturinn og nr.4 sá dekksti. En þá er ég ekki að tala um að þetta séu litirnir á sjálfu serum-inu heldur ljómaperlunum sem eru í serum-inu sem gefa frá sér þennan lit og ljóma. Ég spái því að litir nr.3 og nr.4 verða mjög vinsælir í sumar þar sem þeir eru aðeins meira gull/brún tóna og gefa svooo fallegan ljóma. 

 

Serum-ið er sérstaklega búið til  til að jafna út húðlit, næra húðina, veitir húðinni raka og auðvitað veitir henni aukin ljóma. 

 

Nr.1 - Immaculate Light

 

Nr.2 - Rose Elixir 

 

Nr.3 - Apricot Glow 

 

Nr.4 - Sunny Flash 

 

 

Serum-ið er hægt að nota eitt og sér á hreina húð sem kemur mjög fallega út, hægt að setja undir og yfir farða og  blanda útí farða. 

Þetta er vara sem ég mæli 100% með fyrir þá sem vilja fá fallegt summer glow

 

Þar til næst 

 

XXX