Pistasíu & Dijon Lambakóróna

06 Apr 2018

Gott lambakjöt er eitt af mínum uppáhalds máltíðum, það er oftast það fyrsta sem ég bið um þegar ég kem heim til Íslands. Ég var nýlega að horfa á matreiðsluþátt í sjónvarpinu þegar ég sá þennan rétt og ákvað að þetta yrði á mínum to-do lista. Ég kom til Íslands á dögunum bauð sjálfri mér í mat til Söru Daggar með því skilyrði að ég fengi að elda, góður díll ekki satt ? Lambakjötið var alveg ótrúlega bragðgott, mjúkt og vakti mikla lukku! Þetta er klárlega réttur sem ég mæli með að þið prufið fyrir næsta lúxus matarboð.


Lambakóróna, 1 fyrir hverjar 2 manneskjur
1 Poki saltaðar pistasíuhnetur skellausar
2-3 Rósmarín stönglar smátt saxaðir
Dijon sinnep
Salt&pipar


Ég keypti fjórar lambakórónum með beinunum á í Hagkaup. 
Byrjið á því að hreinsa aðeins fituna en passið að skera ekki í lundina.
Skerið aðeins á milli beinana þangað til þið komið að lundinni rétt svona 1-2 sentímetra á milli allra beinana.
Saltið og piprið lambið og nuddið smátt söxuðu rósmarín yfir allt.

Steikið þið lambakjötið á heitri pönnu til að loka kjötinu í 1-2 mínútur á hverri hlið og leggið til hliðar.
Saxið pistasíuhneturnar smátt í setjið í skál, bætið smá salti og pipar og 1 msk af olíu og hrærið saman.
Dreifið vel út því á bretti eða stórum disk.

Penslið lambakjötið með dijon sinnepi og færið síðan yfir í pistasíuhneturnar og veltið báðum hliðum þannig að það sé vel þakið af hentum.
Setjið inni ofn á 200° í 20-25 mínútur eða þangað til að það er í kringum 60 gráðum fyrir miðlungssteikingu.Leyfið kjötinu síðan að hvílast í allavega 10 mínutur svo að safin haldist inní kjötinu.

Ég var með kartöflur, salat og piparostasósu með og að sjálfsögu gott rauðvín.