Sumarlína Sostrene Grene

07 Apr 2018

Ég rakst á nýjan bækling frá Sostrene Grene sem innihélt OUTDOOR LIVING línuna þeirra sem ætti að vera komin í búðir. Mjög einföld lína en samt svo falleg, ég varð allavega hrifin. 

Tveir litir, möskí grænn og svartur -  það er ekkert verið að flækja þetta. Einfaldir en form fagrir stólar, bekkir, luktir og blómapottar.  
Ég hef lítið sem ekkert gert huggulegt við svalirnar mínar. Veður og vindar hafa kannski ekki leyft það síðan ég flutti inn í september. En mikið er ég spennt að byrja að skreyta þær.. mögulega með eitthvað af þessum vörum.