Páskafrí í Milano

08 Apr 2018

Í febrúar fékk ég boð um að heimsækja skólann sem ég mun stunda nám við í haust. Sá skóli er í Milano og ákváðum því ég og ástkæra móðir mín að eyða páskunum þar. 

Við áttum vægast sagt yndislegan tíma saman og við urðum báðar ástfangnar af þessari fallegu borg. Við mamma bjuggumst við miklum hávaða, hraða og almennu stressi eins og fylgir oft stórborgum líkt og New York og London en við höfðum svo sannarlega rangt fyrir okkur. Það er langt síðan að ég hef átt jafn friðsælt frí, fyrir utan Bali auðvitað.

Ég er mjög skotin í ítalskri menningu og finnst mér Ítalinn alveg einstaklega skemmtilegur karakter. Ég er tiltöllega nýbyrjuð að læra ítölsku og var því gaman að getað bullað aðeins við lókalinn. Ítalski arkitektúrinn er líka ansi heillandi og algjört augnkonfekt. Milano skartaði fallegum byggingum í rómantískum anda í öllum litum sem hægt er að hugsa sér. Gular, grænar, bláar og bleikar byggingar í antík stíl einkenndu borgina. 
Ég var svo heppin að finna mér æðislega íbúð í fallegri gulri byggingu - Hlakka til að sýna ykkur betur frá henni. 

Myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf


Elsku besti ferðafélagi


Huggulega gatan mín, þarna mun ég flytja í ágúst! 
Íbúðin er staðsett í nokkra metra fjarlægð frá Giardini Pubblici Indro Montanelli í mjög fjölskylduvænu og rólegu hverfi.
Einmitt það sem ég var að leitast eftir.


Mjög svo hamingjusöm í heimsókn í háskólanum sem ég mun klára BS gráðuna mína í haust.


Þessi sæta skotta stalst inná myndina mína.

Voðalega upptekin af sorbetinum mínum við Navigli.


Eins og kannski sést þá einkennast myndirnar mínar ansi mikið af fallegum húsum og litríkum gróðri.
Ég var í algjöru himnaríki í þessari borg og átti erfitt með að halda myndavélinni ekki á lofti. 

Þetta var frábær ferð í alla staði og get ég varla beðið eftir því að flytja í lok sumars!


Þar til næst x,