Nýtt Uppáhalds Ilmvatn

09 Apr 2018

Nú eru nokkur ný ilmvötn búin að bætast við í ilmvatnssafnið mitt og langar mér því að deila með ykkur því ilmvatni sem er komið í top 5 hjá mér. En ég nefndi það einu sinni hér áður að ég er mikill ilmvatna áhugamaður og það skiptir mig miklu máli að lykta vel, ég vel ilmina mína vel og vandlega áður en ég kaupi þá og nota helst mjög vönduð ilmvötn sem búin eru til úr olíum og/eða náttúrulegum ilmefnum. 

 

þessi skrif eru ekki kostuð

 

Coven - Andrea Maack er nú orðið eitt af mínum uppáhalds ilmvötnum. Coven er engu öðru líkt, ég held ég hafi aldrei upplifað neinn sambærilegan ilm. Vönduð ilmvötn eru yfirleitt alltaf svo miklu meira heldur en bara ilmvatn í flösku, ilmvatn er upplifun, allt frá umbúðum, ilminum sjálfum, söguni á bakvið ilminn, nafnið á ilmvatninu, tilfinningar/minningar sem ilmurinn vekur upp hjá manni og margt fleira.

Hönnuðurinn á bakvið ilmvatnið Andrea Maack sem er íslensk myndlistarkona náði svo sannarlega að grípa ilmfíkilinn í mér og uppfylla allar þær óskir og pælingar sem ég hef þegar ég er að skoða ilmvötn. 

Ilmvötnin frá Andreu Maack eru unisex og eru mjög mismunandi á fólki.

 

 

 

Ef ég ætti að lýsa ilmvatninu, þá er það rigningardagur á íslensku hálendi það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég finn ilminn af ilmvatninu, ilmurinn er léttur en djúpur, ég finn mikla lykt af blautum mosa, hvönn og Furu-við.  Ástæðan fyrir því að mér finnst ilmvatnið svona tryllingslega gott er líklegast sú að ég elska íslensk fjöll og náttúru og það er eitthvað við ilmvatnið sem fer með mig þangað. 

Ilmvatnið takes me places!

 

En ilmvatnið einkennist einmitt af eikarmosa, hvönn, furu, vanillu og negul. 

 

Ilmvatnið er fáanelgt í Madison Ilmhús - Aðalstræti 9. 

 

Coven er alls ekki fyrir alla, en þeir sem vilja einstakt og fallegt ilmvatn þá mæli ég mikið með því að gera sér ferð niður í Madison Ilmhús og tékki á ilmvatninu. Fyrir utan Coven þá er Andrea Maack einnig með fjórar aðrar týpur af ilmvötnum sem eru líka tryllt góð, öll hvert og eitt einstakt á sinn hátt, mismunandi og skemmtileg, en þau ilmvöt heita Birch, Craft, Dual og Soft Tension 

 

 

Þar til næst 

 

XXX