UMI hótel & gjafaleikur

10 Apr 2018

Í samstarfi við UMI hótel var mér boðið að koma og gista á hótelinu þeirra ásamt því að borða á veitingastað hótelsins. Það er óhætt að segja að maturinn, umhverfið, gestrisnin og upplifunin öll hafi verið fyrsta flokks. Svæðið sjálft er ótrúlega fallegt og það er tilvalið að gera sér ferð á UMI hótel og vera túristi í sínu eigin fallega landi. Það er góð áminning fyrir okkur öll sjá hversu fallegt Ísland er. 


UMI hótel er nýlegt en það opnaði í ágúst 2017 og er staðsett rétt um 150 km frá Reykjavík. Það er við rætur Eyjafjallajökuls og er með útsýni þangað frá hótelinu. Það tók okkur um eina og hálfa klukkustund að keyra þangað. Á leiðinni keyrir þú fram hjá Seljalandsfossi, Skógarfossi og fleiri stöðum sem hægt er að staldra við á og njóta, á leiðinni. ,,You never get a second chance to make good first impression” er orðatiltæki sem á vel upplifun okkar þegar við komum inn á hótelið. Þar beið okkar freyðivín og konfekt í fallegu umhverfi hótelsins. Við komum okkur fyrir inn í herberginu, klæddum okkur upp og settumst á hótelbarinn og fengum okkur drykk ásamt því að eiga spjall við túrista landsins okkar og allt æðislega starfsfólks sem vinnur þarna. Þegar kemur að matargerð þá geri ég kröfur og legg upp úr því að maturinn sé fallegur en umfram allt góður. Við fórum á veitingastaðinn eftir nokkra drykki á barnum og það verður að segjast að maturinn var hreint út sagt magnaður. Það er ekki sjálfgefið að framúrskarandi kokkar séu tilbúnir til þess að takast á við verkefni sem þetta á hóteli út á landi en það gerði hinsvegar hann Aleksandre. Hann er 37 ára gamall og er fæddur í gömlu Sóvetríkjunum. Hann er búinn að læra og starfa á mismunandi stöðum í geiranum með mismunandi matarhefðum eftir löndunum sem hann starfaði í hverju sinni. Hingað til lands fluttist hann árið 2012 og hefur allar götur síðan unnið sem kokkur. Síðastliðin ár hefur hann reynt að sameina hefðbundna íslenska matargerð við þá evrópsku með nútímalegum hætti og lagt sérstaka áherslu á allt hið norræna í matargerðinni. Það er augljóst að hann hefur mikla ástríðu fyrir matreiðslu og enn sterkari skoðanir á eldamennskunni sjálfri. 

Í forrétt fengum við okkur reykt hreindýr og foie gras. Báðir réttirnir voru með ótrúlega skemmtilegum en jafnframt óhefðbundnu twisti. Við vorum með valkvíða þegar kom að því að velja forrétti því þeir hljómuðu hver öðrum girnilegri. Það á reyndar við um allt á þessum matseðli og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en vert er að benda á að á matseðlinum er hægt að velja um grænmetisrétti fyrir þá sem eru grænmetisætur eða vegan. 

Ég fékk mér þorskinn í aðalrétt með bygg risotto og humarsósu yfir. Hann var fullkomlega eldaður með mikið af meðlæti, óhefðbundnu myndu margir segja, en það passaði sérlega vel við og kom á óvart.

 Arnór fékk sér grilluðu steikina með kartöflum, elduðum tómötum og hann var mjög ánægður með hvernig hún var framsett og elduð.

 Góður matseðill verður ekki toppaður nema að fá sér smá sætt undir tönn en við deildum saman eftirrétti. Ísinn og kakan var hinn fullkomni endir á máltíðinni. ​

Eftir matinn fórum við aftur á hótelbarinn, fengum okkur drykk, spiluðum Yatsy ásamt því að fara út með teppi og horfa á norðurljósin. Þetta er í raun uppskrift að fullkomnu kvöldi myndi ég segja. Morgnuninn eftir fengum við okkur morgunmat á hótelinu sem var góður og kom okkur vel af stað til þess að túristast um svæðið. Hótelið lét okkur hafa lista af áhugaverðum stöðum sem hægt væri að skoða í nágrenni hótelsins. Við fórum í Reynisfjöru, Dyrhóley og Skógarfoss og maður verður alltaf jafn hugfanginn af okkar magnaða landi. Það eru mörg ár síðan ég heimsótti þessa staði en ég var alveg jafn heilluð og allir túristarnir í kringum mig. 
 

Við vorum einstaklega ánægð með ferðina okkar og hugsuðum bæði með okkur hvers vegna maður gerir þetta ekki oftar og meira reglulega. Við erum dugleg að gera vel við okkur hér á Spáni, keyra í aðra bæjarhluta og gista í öðrum borgum yfir nótt. Það á ekki að einskorðast við útlönd því að sjálfsögðu er hægt að upplifa þetta á Íslandi. Þessi upplifun væri til dæmis kjörin þegar væri verið að fagna afmælum eða öðru því sem í lífinu ber að fagna eða hreinlega bara til að breyta um umhverfi og njóta. Það er svo skemmtilegt að fara í frí í sínu eigin landi.

Ég var svo glöð þegar þau höfðu samband við mig og vildu taka þetta enn lengra með mér og bjóða heppnum lesanda Femme að upplifa það sama og við gerðum. Í samstarfi við UMI hótel ætla ég að bjóða einum heppnum lesanda eftirfarandi:


Gistingu fyrir tvo í tveggja manna herbergi í apríl eða maí.
Fordrykk við komu.
Þriggja rétta kvöldmáltíð á veitingastaðnum ásamt morgunverðarhlaðborði.


Einnig ætlum við að bjóða öllum lesendum okkar tilboð á þessum pakka alla daga í apríl og maí.
Tilboðsverð er á 30.000 kr. en pakkinn er að verðmæti um 50.000 kr.


Þið getið bókað þetta tilboð í gengum e-mailið: info@umihotel.is með því að láta vita að það sé að panta FEMME tilboðið.

Til þess að eiga möguleika á að vinna leikinn þarftu að:

Deila þessari færslu.
Henda í einn LIKE á UMI hótel hér.
Henda í annað lika á FEMME hér.
Láttu okkur svo vita þegar þú ert búin hér fyrir neðan með netfanginu þínu svo að við getum haft samband við þig.Við munum draga úr leiknum mánudaginn 16. apríl.

Það var hún Svanhildur Una sem vann þennan þennan leik.
Notast var við forritið random.org og var hún með komment númer 20.Gangi þér vel, 
Marta Rún