Mín daglega förðun

13 Apr 2018

Undanfarnar vikur hef ég mikið verið að fá spurningar varðandi hvernig ég mála mig og hvaða vörur ég nota. Ég er alls enginn sérfræðingur þegar kemur að förðun heldur er ég umkringd mörgum hæfileikaríkum förðunarfræðingum og hefur því áhuginn fyrir fallegri förðun þróast út frá því.

Ég hef gengið í gegnum húðvandamál eins og svo margir aðrir og legg því mikið uppúr húðumhirðu. Ég tek mér góðan tíma á hverjum einasta degi til þess að þrífa og dekra við húðina mína. Það kemur því kannski ekkert á óvart að mér fynnist undirstaðan af fallegri förðun vera heilbrigð og náttúrulega glowing húð.
Fyrir ykkur sem viljið vita meira um húðumhirðuna mína þá er hægt að lesa um hana hér.


Ég hef mikið verið að prófa mig áfram þegar kemur að húðinni minni og hefur mér alltaf þótt frekar erfitt að velja réttan farða. Förðunarfræðingur í Sephora benti mér á léttan en fallegan farða frá Naked. Þessi farði er mjög þunnur en þekur það sem þarf að þekja. Hann gerir flawless touch á húðina og mér líður eins og ég sé með gjörsamlega fullkomna húð þegar ég er með hann.
Farðinn er vegan og cruelty free ásamt því að vera án parabens.


Mér hefur þótt frekar erfitt að finna hyljara sem helst til lengri tíma en mér hefur þótt þeir sem ég hef verið að nota dafna eftir smá tíma. Ég fékk mér nýlega vatnsheldan hyljara fra Urban Decay. Hann er mjög pigmentaður og þykkur og hylur því allt sem hægt er að hylja ásamt því að haldast alveg yfir daginn.
Hyljarinn er vegan og cruelty free ásamt því að vera án parabens.

Ég hef verið að nota þennan bleiktónaða hyljara frá YSL á augnsvæðið í dágóðan tíma og er ég mjög ánægð með hann. Mér finnst best að púðra blot púðri undir augun til þess að hann haldist lengur.


Ég hef notað þetta blot púður frá Mac lengi og er alltaf jafn sátt með það. Það tekur allan óþarfa glans t.d. í kringum nefið, ennið og hökuna.

Ég er alltaf jafn sátt með þetta fallega sólarpúður frá Too Faced. Liturinn heitir Sun Bunny.


Einn af mínum uppáhalds kinnalitum, liturinn heitir Style og er frá Mac.


Þessi fallegi highlighter frá Fenty Beauty er í mjög miklu uppáhaldi. Liturinn heitir Girl Next Door.


Eyeliner frá Kat Von D og maskarinn Babydoll frá YSL, ég er mjög hrifin af báðum þessum vörum.
Skref fyrir skref
(þessar myndir eru ekki unnar)

Efst til vinstri 
Ómáluð og nývöknuð. Extra bólgin og þreytt eins og sést.

Efst til hægri
Ein pumpa af farðanum frá Naked.

Neðst til vinstri
Hyljari undir augu, á bólur og á ör.

Neðst til hægri
Mín daglega förðun tilbúin.
Þarna er ég búin að láta á mig sólarpúður, kinnalit, highlighter, þunna línu af eyeliner og maskara.
Ég er með það dökkar augabrúnir að ég læt aldrei í þær nema við sérstök tilefni.Þar til næst x,