Steinar og Gunnar 6 ára

14 Apr 2018

Elsku strákarnir mínir urðu 6. ára þann 11. apríl. Á þessum aldri eru heldur betur framundan tímamót sérstaklega þegar þeir fara í skóla í haust. Líka fyrir mömmuhjartað þar sem manni líður alltaf eins og þeir hafi fæðst í gær. Ég vildi deila með ykkur nokkrum myndum og smá monti af þessum fullkomnu eintökum sem ég á. Þeir gera mig að einni stoltri konu og ég hlakka til framtíðarinnar með þeim.