Outfit post #2

15 Apr 2018

-Snakeskin obsession-
Ég fékk margar spurningar varðandi samfestinginn sem ég klæddist í gær og ætla því að sýna hann betur hér.

Ég klæðist nánast einungis útvíðum flíkum og það mætti segja að fataskápurinn minn samanstæði af útvíðum flíkum í öllum heimsins litum. 
Mér finnst ansi skemmtilegt að bæta í safnið og á ég erfitt með að hemja mig ef ég finn eitthvað fallegt útvítt. 
Ég fann mér þennan brúna doppótta samfesting þegar ég var í Milano.
Ég átti svo sannarlega ekki erfitt með að ákveða hvort hann ætti að verða minn eða ekki ..


Ég elska að blanda saman mynstrum svo að ég paraði samfestinginn við snakeskin tösku.
Þetta var ótrúlega þægilegt en á sama tíma skemmtilegt outfit.
Mér líður alltaf jafn djarfri þegar ég blanda saman mynstrum en þið getið lesið færsluna mína um að blanda saman mynstrum hér.Mér finnst mjög gaman að vera vel skörtuð og ákvað að blanda saman bæði gulli og silfri við þetta outfit.
Skart gerir bara svo mikið fyrir heildarlookið.

Samfestingur - Mango
Snakeskin taska - Mango
Kápa - Zara
Skór - Fenty Cleated Creepers
Skart - Asos & Vintage

--


Þar til næst x,