Soyja & Sesamsteiktar núðlur með laxi

16 Apr 2018

Ég er mikið fyrir steiktar núður og wok rétti. Það eru sniðugir réttir til þess að nýta grænmeti og afganga sem eru til í ísskápnum. Ég á wok-pönnu og nota hana mikið. Það þarf auðvitað ekki að eiga wok-pönnu fyrir þennan rétt en þar sem það er mikið á pönnunni og verið að blanda öllu saman þá er það miklu þægilegra. Annars er líka hægt að nota stærstu pönnuna sem þið eigið.


Ég geri reglulega svona steiktar núðlur með kjúklingi,kjöti, rækjum, eggi eða grænmeti en þú getur skipt út laxinum fyrir hvaða kjöt sem er.
Einnig getur þú notað hvaða grænmeti sem er og sem þú átt til.


Uppskriftin er fyrir 4
En það sem þú þarft í uppskriftina er:

 

Eggjanúðlur (eða hvaða núðlur sem er)

2 Smátt saxaðir hvítlauksgeirar

Þumall af engifer

1 Ferskur chilli eða tsk af chilliflögum

2 gulrætur

1 rauð paprika

ferskt rauðkál

Zucchini

2 Laxaflök

Teryakisósa

Soyasósa

Sesamolía

_______________________________________________

Skerðu laxinn í svona 3-4 cm strimla og raðaðu á eldfast mót. Helltu teryakisósu yfir ásamt nokkrum sneið af engifer á hvern bita.
Settu inní 180° ofn í 10-12 mínútur.

Byrjaðu á því að sjóða núðlurnar samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum um magn fyrir hvern einstakling og eldurnartíma.

Skerðu hvítlaukinn, chilli-ið og engiferið smátt og byrjar að steikja það á pönnu. Þegar það er orðið léttsteikt þá bætir þú restinni af því grænmeti sem þú ert með. Þegar það er líka orðið létt steikt, kannski aðeins orðið ljósbrúnt þá hellir þú því í skál og lætur bíða.

Næst seturu núðlurnar út á pönnuna og blandar þessu öllu saman. Næst helliru soyasósu og sesamolíu yfir og blandar enn betur. Smakkaðu til af því að of mikil sesamolía getur skemmt bragðið.
Við erum að tala um kannski tvær matskeiðar af hvoru en byrjaðu á einni og smakkaðu svo til.

Raðaðu núðlunum á diska og 1-2 laxabita yfir.
Ég mæli með kóríander, baunaspírum, lime eða seamfræum til að setja síðan yfir í lokinn.

Mér finnst þetta ferskur og góður réttur og passar rósavín vel með laxi og öllum þessum góðu kryddum.Verði þér að góðu.
Ertu fyrir fisk ? viltu fá fleiri sjávarrétti frá mér ? Láttu mig vita með því að smella á LIKE.